Íslenska sópransöngkonan Marta Kristín Friðriksdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík.
Hún er nú fastráðin við Staatstheater Kassel í Þýskalandi og lauk árið 2024 námi við tónlistarháskólann í Vínarborg.
Leikárið 2024/2025 mun hún þreyta frumraun sína við Staatstheater Kassel í Þýskalandi sem Fiordiligi í Cosí fan tutte og Micaëla í Carmen ásamt því að syngja hlutverk Donnu Önnu í Don Giovanni við Vorarlberger Landestheater í Austurríki.
Árið 2023 kom hún í fyrsta skiptið opinberlega fram í Þýskalandi, á sumarhátíð Schloss Rheinsberg sem Baronessa Eugenia í La Molinara og var boðin aftur til Rheinsberg ári seinna að syngja Iphigénie í Iphigénie en Aulide sumarið 2024.
Vorið 2024 söng Marta hlutverk Ölmu í heimsfrumsýningu á óperunni Die Leute auf Borg eftir H. Neumann (ópera byggð á sögu Borgarættarinnar eftir Gunnar Gunnarsson, í Búlgaríu 2024).
Í námi sínu söng hún meðal annars hlutverkin Ilia í Idomeneo, Donna Anna í Don Giovanni, Pamina í Die Zauberflöte, Rodelinda í Rodelinda og Taumännchen í Hänsel und Gretel.
Marta Kristín er einnig vinningshafi alþjóðlegra klassískra söngkeppna. Árið 2023 hlaut hún önnur verðlaun í Harvets Röst keppninni á Álandseyjum og var aðalverðlaunahafi í Kammeroper Schloss Rheinsberg keppninni. Árið 2022 hlaut hún Young singer verðlaunin í DEBUT keppninni og söng í úrslitum hinnar virtu Belvedere keppni í Jurmala í Lettlandi. Árið 2021 hlaut hún fyrstu verðlaun í keppninni Ungir einleikarar á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og árið 2019 söng hún í lokaumferð Neue Stimmen keppninnar.