Íslenska sópransöngkonan Marta Kristín Friðriksdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík.
Hún er nú fastráðin við Staatstheater Kassel í Þýskalandi og lauk árið 2024 námi við tónlistarháskólann í Vínarborg.
Leikárið 2025/26 mun hún meðal annars fara með hlutverk Súsönnu (Le nozze di Figaro), Fiordiligi (Così fan tutte), Gretel (Hänsel und Gretel), Rosalinde (Die Fledermaus) og syngja sópranhlutverkið í Deutsche Sinfonie eftir Hanns Eisler.
Hún kom fyrst fram á sviði Staatstheater Kassel á leikárinu 2024/25 sem Fiordiligi og Micaëla (Carmen), og söng Donnu Önnu (Don Giovanni) í uppfærslu Vorarlberger Landestheater í Bregenz sama ár.
Árið 2023 hlaut hún aðalverðlaun í óperukeppni Kammeroper Schloss Rheinsberg og söng þar hlutverk Baronessu Eugeníu (La Molinara) á sumartónlistarhátíðinni. Hún sneri aftur til Rheinsberg sumarið 2024 og fór með aðalhlutverk í Iphigénie en Aulide eftir Gluck, þar sem hún söng við hlið Vivicu Genaux og Dietrichs Henschel. Önnur verkefni sama ár fólu meðal annars í sér hlutverk Ölmuí frumflutningi óperunnar Die Leute auf Borg eftir H. Neumann í Veliko Tarnovo í Búlgaríu.
Marta Kristín er einnig vinningshafi alþjóðlegra klassískra söngkeppna. Árið 2023 hlaut hún önnur verðlaun í Harvets Röst keppninni á Álandseyjum og var aðalverðlaunahafi í Kammeroper Schloss Rheinsberg keppninni. Árið 2022 hlaut hún Young singer verðlaunin í DEBUT keppninni og söng í úrslitum hinnar virtu Belvedere keppni í Jurmala í Lettlandi. Árið 2021 hlaut hún fyrstu verðlaun í keppninni Ungir einleikarar á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og árið 2019 söng hún í lokaumferð Neue Stimmen keppninnar.



