top of page
IMG08843j_edited.jpg

MARTA KRISTÍN FRIÐRIKSDÓTTIR

Marta Kristín Friðriksdóttir sópransöngkona er fædd og uppalin í Reykjavík en er nú búsett í Vín í Austurríki.

Hún hóf klassískt söngnám sitt árið 2008 í Reykjavík við söngskólann Domus vox. Árið 2012 færði hún sig yfir í Söngskólann í Reykjavík þar sem hún lærði hjá Signýju Sæmundsdóttur og útskrifaðist þaðan árið 2017 eftir að hafa lokið 8. stigi í klassískum söng.

 

Árið 2017 flutti hún til Vínarborgar og hóf bakkalárnám við tónlistarháskólann þar í borg, Universität für Musik und darstellende Kunst Wien hjá söngkennararnum Regine Köbler. Marta lauk bakkalárprófiprófi sumarið 2021 og hóf í kjölfarið meistaranám í óperusöng hjá söngkennaranum Laura Aikin og hljómsveitarstjóranum Christoph Ulrich Meier við sama skóla.

Marta hefur tekið þátt í virtum söngkeppnum og náð mjög góðum árangri.  Í september 2023 hlaut úr 2. sæti í söngkeppninni Havets Röst á Áladseyjum. 2023 var hún einn aðalsigurvegara Kammeroper Schloss Rheinsberg söngkeppninnar í Þýskalandi og komí kjölfarið koma fram á óperuhátíðinni þeirra sumarið 2023. Þar söng hún hlutverk Barónessunnar Eugeniu í nýrri uppfærslu á óperunni La Molinara eftir G. Paisiello, söng á fernum galatónleikum með Brandenburgische Staatsorchester Frankfurt ásamt því að koma fram á ljóðatónleikum hátíðarinnar.

Sumarið 2022 tók hún þátt í DEBUT söngkeppninni í Weikersheim, Þýskalandi og hlaut þar hin virtu Musikalischer Förderpreis Jugend, verðlaun sem gefin eru efnilegasta unga söngvara keppninnar. Í júní 2022 komst hún alla leið í úrslit alþjóðlegu Hans Gabor Belvedere söngkeppninnar sem fram fór í Jurmala, Lettlandi. Árið 2019 tók hún þátt í lokaumferð hinnar virtu söngkeppni Neue Stimmen, sem haldin var í Gütersloh í Þýskalandi. 

2021 var Marta Friðriksdóttir einn sigurvegaranna í keppninni Ungir einleikarar, sem haldin var á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands. Í kjölfarið kom Marta Kristín fram sem einleikari með hljómsveitinni vorið 2021. Hún sigraði einnig opinn flokk í íslensku söngkeppninni Vox Domini í janúar 2017, ásamt því að hljóta titilinn Rödd ársins.

Undanfarin ár hefur Marta gætt fjölmörg óperuhlutverk lífi á sviði, þar á meðal; Ilia (úr Idomeneo eftir W. A. Mozart), Rodelinda (úr Rodelinda eftir G. F. Händel), Donna Anna (úr Don Giovanni eftir WA Mozart), Næturdrottninguna og Pamina (úr Töfraflautunni eftir W. A. Mozart), Adina (úr L'elisir d'amore eftir G. Donizetti), Sand-and Taumännchen (úr Hänsel und Gretel eftir E. Humperdinck) og Amor (úr Orfeo ed Euridice eftir C. W. Gluck).

Marta hefur tekið þátt í ýmsum meistaranámskeiðum. Í kjölfar góðs gengis í keppninni Neue Stimmen árið 2019 var henni boðið að taka þátt í námskeiði sem haldið var á vegum keppninnar árið 2023 og árið 2018 var hún meðlimur í  Mediterranean Opera Studio and Festival á Sikiley.

bottom of page